Það er nöturleg staðreynd að einn helsti málsvari vinstristefnunnar Ögmundur Jónasson sé búinn að draga allan vígamóð úr ríkisstjórninni og gera hana nánast valdalausa. Ögmundur virðist ekki átta sig á að um leið að hann gaf höggstað á VG þá nýtti stjórnarandstaðan það út í það ítrasta. Því Icesave er stjórnarandstöðunni ekkert annað en tæki til að koma ríkisstjórninni frá og þá verður kvótakerfið “save forever” og völdin einnig.
Vinstri stjórn verður ekki á Íslandi í náinni framtíð, þökk sé Ögmundi. Það verður Ögmundur á ræðustóli Alþingis sem kemur til með að mala út í loftið og pretika hugsjónir sínar eins og Don Quexote að berjast við vindmillur.
1. mars 2010
|
arri |
Óflokkað, Stjórnmál |
Engin ummæli
Álftnesingum telja það mannréttindabrot að hækka álögur á íbúa sveitarfélagsins. En það þarf að borga skuldirnar sem þeir kusu yfir sig. Eigum við skattgreiðendur þessa lands að gera það? Sama sjónarmið og í Icesavedeilunni, ég borga ekki.
Afstað álftnesinga er einmitt sú sama og þjóðernissinna þessa lands sem neita að borga Icesave, það eiga nefnilega einhverjir aðrir að borga.
Við kjósum fólk til að stjórna bæjarfélaginu eða landinu og við berum ábyrgð á því. Það er því ekki sama hvað við kjósum og þurfum að hugsa áður en við greiðum atkvæði. 70% þjóðarinnar studdi Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk við að byggja upp sukkið og tók þar með þátt í því. Nú þurfum við að gjalda þess líka við þessi 30% sem vorum andvíg áformum þessara flokka.
Það þýðir ekki endalaust fyrir okkur að láta eins og við almenningur þessa lands séum stykk frí og teljum okkur ekki hafa tekið þátt í vitleysunni. Við gerðum það með atkvæðum okkar, sem sumir hafa lagt hugsunarlaust til sama stjórnmálaaflsins aftur og aftur.
22. febrúar 2010
|
arri |
Óflokkað, Stjórnmál |
Engin ummæli
Áfram kraft í Kópavog eða eitthvað þvíumlíkt segja stuðningsmenn Gunnars Birgissonar. Hvaða kraft er verið að tala um. Spillingarkraft???? Kanski.
20. febrúar 2010
|
arri |
Óflokkað, Stjórnmál |
Engin ummæli
Bendi öllum á frábæra grein Valgerðar Bjarnadóttur “Góðar skoðanir og vondar” og ekki síst á frásögn Lofts Hreinssonar í athugasemd við bloggið.
Um leið og þetta er lesið og ekki síst athugasemd Lofts er vert að benda á að kúgun eins og þar er greint frá átti sér stað um allt þjóðfélagið. Í bæjarfélögum og vinnustöðum. Það vor ansi margir sem unnu eins og goðið davíð. Eins og ég hef bent á áður hafa stjórnendur margra bæjarfélaga kúgað fólk td. með að veita verkefnum einungis til flokksgæðinga. Þett fólk er meira og minna um allt þjóðfélagið að stjórna. Þetta fólk er í mínum huga miklu verra mein enn nokkur útrásarvíkingur.
Davíð hefði getað koma í veg fyrir ýmislegt með lögum og reglum gagnvart útrásarvíkingunum, en gerði ekki. Í stað þess lagði hann sínu fóki línuna að stjórna með ógn og valdi. Og það voru æði margir sem það stunduðu, bæjarfulltrúar, embættismenn, þingmenn, ofl. ofl. Þetta fólk er miklu hættulegra þjóðfélaginu en nokkur útrásarvíkingur. Fólk sem tilbúið er að þjóna einræðisherranum í einu og öllu er hættulegt fólk.
20. febrúar 2010
|
arri |
Óflokkað, Stjórnmál |
Engin ummæli
Þykir engum það skrýtið að fundur sem fer fram í Bandaríska Sendiráðinu milli æðsta manns á staðnum og fulltrúa Íslenska Utanríkisráðuneytis skuli lekið í fjölmiðla ? Þykir engum það skrítið að ekki sé gerð tilraun til að mótmæla þessum leka frá sendiráðinu ? Eru það kanski eðlileg vinnubrögð að fundir og pælingar í Bandarískum Sendiráðum séu skráð og síðan birt í fjölmiðlum. Það er eitthvað bogið við þetta.
19. febrúar 2010
|
arri |
Óflokkað, Stjórnmál |
Engin ummæli
Það verða Spánverjar fyrir hönd Evrópusambandsins sem höggva á hnútinn og taka á sig (Evrópusambandsins) ákveðna prósentu af vöxtum samningsins á þeirri forsendu að galli hafi verið í regluverki vegna tryggingasjóða innistæðueigenda.
Túlkun draums síðastliðna nótt.
14. janúar 2010
|
arri |
Óflokkað, Stjórnmál, Samfélagsmál |
Engin ummæli