Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Messa og kórastarf á Torreviejasvæðinu.

Á sunnudaginn var íslensk messa haldin í Torrevieja og var það Sr Ragnheiður Karitas Pétursdóttir sem þjónaði.  Ragnheiður hefur á undanförnum árum messað yfir okkur nokkru sinnum á ári og hefur það mælst vel fyrir.  Þá hefur hún tekið að sér tvo drengi til fermingaundirbúnings, sem má ætla að séu fyrstu börn sem verða fermd af íslenskum presti í íslenskri messu á Spáni.

Messað hefur verið frá upphafi í Norsku Sjómannakirkjunni og hafa frændur vorir norðmenn verið okkur einstaklega hjálpsamir að koma þessu í kring.  Í messunni á sunnudaginn var finnskur organisti og lítill íslenskur kór sem er að myndast, og greinilegt er að flest hafa þau komið eiitthvað nálægt söng áður.  Þrátt fyrir góðan söng er verið að leita af fleiru söngfólki og eru víst allir áhugasamir velkomnir.

Mér skilst að á næstunni veriði fastar kóræfingar þannig að kórinn ætti að vera í góðu formi á þrettándanum þegar næsta messa verður sungin, sem verður okkar jólamessa.  Það á svosem vel við hér á Spáni þar sem aðal hátíð þeirra kaþólsku er 6 janúar.

27. október 2009 | arri | Óflokkað, Alment, Samfélagsmál | Engin ummæli

Er staddur á Grænlandssundi og les Fréttablaðið daglega, ekki Moggan hann kostar.

Halldór Haldórsson yfirmaður Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði og bæjarstjóri er að hnýta dálítið í Fréttablaðið í sambandi við frétt þess efnis að blaðið sé frítt um allt land. 

Annars þykir mér hann svona meira vera að nota þessa frétt til að upphefja málgagn sjálfstæðismanna Morgunblaðið.  Honum þykir sem sagt ekki rétt að tala um frítt blað þar sem það á að kosta eitthvað að fá það sent út á land, gefur í skyn mismunun, og talar um að hann hefði allavega viljað að fréttin væri rétt.  Það væri svosem hægt að lesa skrif Þorsteins Pálssonar. Þá talar hann um að hann fái alltaf Morgunblaðið sitt inn um lúguna og fer svo að efast um að margir hafi sagt upp málgagninu.

Þessi skrif ásamt öðrum skrifum sjálfstæðismanna sem og ummælum hljóma svona í mín eyru einsog:  “Allir saman nú berjast fyrir flokkinn og málgagnið”.  En Fréttablaðið - Mogginn, Jón Ásgeir - davíð oddson, hver er munurinn á kúk og skít.

En hvað sem því líður þá geta flestir íslendingar sem eru með nettengingu eða geta gengið, lesið Fréttablaðið frítt.  90% heimila í landinu eru með nettengingu.  Ég er staddur á togara á Hampyðjutorginu sem er á Grænlandssundi og fæ Fréttablaðið daglega ekki Morgunblaðið það kostar.

Það skipti kanski ekki máli hvort Mogginn kosti eitthvað eða ekki mundi ekki kaupa hann með davíð sem ritstjóra.

11. október 2009 | arri | Óflokkað, Alment, Samfélagsmál | Engin ummæli

Framsókn og Fjandinn

Framsóknarmenn og Fjandinn sjálfur,

fast í hendur takast,

þeirra orð og orðagjálfur,

ætíð ílla bakast.

2. október 2009 | arri | Óflokkað, Alment | Engin ummæli

Roman Polanski; Mál sem ekki á að fyrnast

Hvernig í ósköpunum getur fólk haldið því fram að ekki eigi að framselja Roman Polanski til Bandaríkjana ?  Maðurinn framdi alvarlegt brot.

Það skiptir nákvæmlega eingu máli  hvort fórnarlambið hafi fyrirgefið honum, þar sem hann greiddi því bætur.  Brotið er alvarlegt og í þessu tilfelli virðist það skipta máli að gerandinn er heimsfrægur.  Hvað með einhvern John Smith mundi hann verða varinn af samfélögunum eða jafnvel þjóðarleiðtogum eins og Polanski.  Varla.  Eitt á yfir alla að ganga og mál af þessari gerðini á ekki að fyrnast.

30. september 2009 | arri | Óflokkað, Alment | 1 ummæli

Að hafa yrðling í haldi til að ná foreldrinu í færi.

Í dag heyrði ég viðtal í síðdegisþætti Rásar 2 sem þótti merkilegt fyrir þær sakir að refur gerði sig heimakominn á bæ einhverjum sem ég heyrði ekki hvar var.  Bóndinn minnti mig óneitnlega á persónu þeirra spaugstofumanna Stefán á Útistöðum, en það er annað mál.

Það kom semsagt í ljós að bóndinn hafði yrðling í haldi í hlöðunni og virðist rebbi vera kominn hans vegna. 

Ég fór að nefna þetta við kunningja minn sem er mikill veiðimaður og þótti honum þetta ekki merkilegt og sagði að þetta sé vel þekkt.  Menn  hafa sumir hverjir stundað þetta að ná yrðlingum lifandi á greni tekið þá í hús með það í huga að lokka foreldrið að og það þá skotið á færi í þessu tilviki 35 metra.  Hann sagði ennfremur að hann vissi ekki hvort þetta væri ólöglegt en að þetta væri ekki vel séð. 

Hvað var bóndinn að gera með yrðlinginn þarna ?  Var hann ekki að lokka dýrið að, og honum tókst að drepa það.  Afhverju sagði hann það ekki.  Nú sel ég þetta ekki dýrar en ég keypti en gaman væri að heyra frá einhverjum sem þekkir til slikra aðferða og hvort þetta séu viðurkennd aðferð.

29. júlí 2009 | arri | Óflokkað, Alment | 2 ummæli

Er til meiri tækifærissinni en Bubbi Morthens ?

Er til meiri tækifærissinni en Bubbi Morthens.

Hann kom inn á sviðið með stál og hníf og gaf skít í auðvaldið og útgerðarmennina.  Hann deildi á hljómplötuútgefendur.

Svo keypti Hagkaup hann í auglýsingu og Skífan bar í hann fé fyrir nokkura platna samning.  Þá keyptu útrásarvíkingarnir öll lögin hans og hirtu síðan allan gróðan eins og allra annara íslendinga. 

Og þá rís Bubbi aftur upp sem stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins með stál og hníf,  sem virðist vera ryðgað og hnífurinn bitlaus, og ég brosi og hugsa helv… væri gaman að heyra Gunnar Birgisson syngja með Bubba. 

Hljómaði eitthvað svo eins og úríllt gamalmenni sem spilaði hátt með útrásarvíkingununum og getur ekki lengur leikið sér á stóra jeppanum með veiðistangirnar út um gluggan.

Auðvitað fúllt.

23. maí 2009 | arri | Óflokkað, Alment | Engin ummæli