Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Er þjóðin siðblind ?

Það liggur fyrir hvort sem mönnum líkar betur eða verr að við þurfum sem þjóð að greiða Icesaveskuldina.  Það er ekkert val.  Það er einungis spurning hvernig það verði gert.  Þessum staðreyndum verður ekki neitað. 

Það virðist vera hægt að draga 70% þjóðarinnar á asnaeyrunum hvert sem er.  Láta þau styðja ógnarstjórn davíðs oddsonar til margra ára, og svo nú þegar aðrir eru komnir til valda til að breyta græðgisþjóðfélaginu til meiri jöfnuðar, er ekkert mál að draga þetta sama forherta og heimska lið á þær tálar að ekki eigi að greiða Icesaveskuldina.  Því það er það sem flestir telja sig vera að rita undir í undriskriftarsöfnun Indefence. “Ekki borg skuldir einkaaðila.  En það er einfaldlega ekki hægt.  Það er það sem heimsk  alþýðan virðist ekki skilja, og forhertar stjórnmálafylkingar hamast á því í múgsefjun eins og Hitler forðum.

Eftir að hafa hagað sér eins og fífl meðal þjóða í um áratug og lifað í vellistingum í skuld, stolið  úr vösum vinaþjóða okkar með vitund og vilja stjórnvalda, þá ætlar þetta “fólk” ekki að borga. 

Það er einfaldlega heimska að halda að við komumst upp með það og að það sé þjóðinni fyrir bestu.

Þjóð mín!  Vaknið, opnið augun, ég vil ekki trúa því að þjóðin sé siðblind. Því það verður sá stimpill sem aðrar þjóðir munu klína á okkur.

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.