Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Stullastyrkur; Hve mikilli fylkisaukningu á hann eftir skila sjöllunum?

Stjálfstæðisflokkurinn styrkist í réttu hlutfalli við skítinn sem rennur undan honum. Yfir 30% íslendinga styðja hann. Þrátt fyrir að hafa ekki beðið afsökunar á þeirri stöðu sem þeir komu þjóðinni í. Þótt vafningar, kúlulánaþegar, og almennir glæpamenn sitji á þingi fyrir þá.  Þrátt fyrir að þeir eigi Icesave málið 100%, svo fátt eitt sé nefnt. 

Hvað skyldi þessi gjörningur Stykkishólms- Stulla færa Sjálfstæðisflokknum mikla fylkisaukningu?Íslendingar elska óheiðaleikann og skítlega eðlið.

1. mars 2010 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Ögmundur slátraði vinstristjórninni.

Það er nöturleg staðreynd að einn helsti málsvari vinstristefnunnar Ögmundur Jónasson sé búinn að draga allan vígamóð úr ríkisstjórninni og gera hana nánast valdalausa.   Ögmundur virðist ekki átta sig á að um leið að hann gaf höggstað á VG þá nýtti stjórnarandstaðan það út í það ítrasta.  Því Icesave er stjórnarandstöðunni ekkert annað en tæki til að koma ríkisstjórninni frá og þá verður kvótakerfið “save forever” og völdin einnig. 

  Vinstri stjórn verður ekki á Íslandi í náinni framtíð, þökk sé Ögmundi.  Það verður Ögmundur á ræðustóli Alþingis sem kemur til  með að mala út í loftið og pretika hugsjónir sínar  eins og Don Quexote að berjast við vindmillur.

1. mars 2010 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli