Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Lok Icesavedeilunar innan seilingar.

Það verða Spánverjar fyrir hönd Evrópusambandsins sem höggva á hnútinn og taka á sig (Evrópusambandsins) ákveðna prósentu af vöxtum samningsins á þeirri forsendu að galli hafi verið í regluverki vegna tryggingasjóða innistæðueigenda. 

Túlkun draums síðastliðna nótt.

14. janúar 2010 | arri | Óflokkað, Stjórnmál, Samfélagsmál | Engin ummæli

Er hægt að ná sátt milli stjórnmálaflokka og þjóðarinnar

Ég hlustaði á þáttirnn Í Vikulokin þar sem umræðan var að mestu um traust milli stjórnmálaflokka.  Ágætis umræða þannig lagað, en það hlýtur að vera erfitt að treysta flokkum sem hafa komið okkur í þá stöðu sem við erum í dag og neita að horfast í augu við það.

Er hægt að treysta flokkum og flólki sem tók þátt í að troða okkur í skítinn og er en að véla með mál okkar.  Er hægt að treysta fólki eins og Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Kristjáni Þór, Pétri Blöndal, Einari K, Guðlaugi Þór ofl. , sem hafa ekki svo lítið sem beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu.  Fólkið sem studdi davíð oddsson og ógnarstjórn hans með kjafti og klóm og hló í gleði sinni eða ótta að hrokafullri ræðu Guð síns á síðasta flokksþingi.  Og í kjölfarið ákvað flokkurinn að reyna ekki svo lítið sem að segja “fyrirgefið okkur”. 

Og það ótrúlega er að eftir allt sem á undan er gengið er enn um 30-35% þjóðarinnar, sem styður þennan flokk.  Flokk sem hefur gert landið nánast gjaldþrota og rýrt efnahagsleg gæði okkar svo mikið að margir standa eftir eignalausir.  Ég veit ekki hvort hægt sé að vorkennna þjóð sem 50% kjósenda styðja ennþá þá tvo flokka sem hvað mestan ” heiður” eiga að hruni Íslands.

Það er hægt að ná trausti og sáttum milli stjórnmálaflokka annarsvegar og svo  stjórnmálaflokkanna og þjóðarinnar hinsvegar, en þá verða þeir að gera upp fortíð sína og yðrast.  Þá ættu þeir embættismenn ríkisins sem komust á spenan í krafti flokkskírteinis að segja af sér embætti svo við getum í sátt byggt upp réttlátt samfélag.  Þá er ég ekki að tala um að viðkomandi eigi að hætta og láta sig hverfa.  Nei ég er að tala um að þeir geti eins og allir aðrir sótt um störfin og fengið þau þá á eginn ágæti.  Þetta þýðir þá líka að stjórnvöld þurfi að gera ráðningaferlið réttlátara.

Við höfum sem betur fer séð nú undanfarið að bæði Þjóðleikhússtjóri og Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum hafa verið ráðnir á faglegum forsendum.  Þá leikur ekki vafi á að ráðning Seðlabankastjóra var gerð á faglegum forsendum.

Ég tel að sátt í þjóðfélaginu geti aldrei náðst fyrr en þá aðallega Sjálfstæðisflokkurinn gerir upp syndir sínar og þeir embættismenn sem ráðnir hafa verið í gegnum tíðina uppá flokkskírteinið eða í gegnum vina og ættatengsl láti af embætti.  Á embættismennina skora ég að hafa frumkvæði að slíku.

10. janúar 2010 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Skæruliðasamtökin Indefence

Indefence virðast vera orðin skæruliðasamtök Framsóknarflokksins.  Framsóknarflokkurinn því pólitískur armur Indefence skæruliðasamtakana.  Sigmundur Davíð formaður pólitísks arms Indefence eins og Gerry Adams formaður pólitísks arms IRA.

3. janúar 2010 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | 3 ummæli

Er þjóðin siðblind ?

Það liggur fyrir hvort sem mönnum líkar betur eða verr að við þurfum sem þjóð að greiða Icesaveskuldina.  Það er ekkert val.  Það er einungis spurning hvernig það verði gert.  Þessum staðreyndum verður ekki neitað. 

Það virðist vera hægt að draga 70% þjóðarinnar á asnaeyrunum hvert sem er.  Láta þau styðja ógnarstjórn davíðs oddsonar til margra ára, og svo nú þegar aðrir eru komnir til valda til að breyta græðgisþjóðfélaginu til meiri jöfnuðar, er ekkert mál að draga þetta sama forherta og heimska lið á þær tálar að ekki eigi að greiða Icesaveskuldina.  Því það er það sem flestir telja sig vera að rita undir í undriskriftarsöfnun Indefence. “Ekki borg skuldir einkaaðila.  En það er einfaldlega ekki hægt.  Það er það sem heimsk  alþýðan virðist ekki skilja, og forhertar stjórnmálafylkingar hamast á því í múgsefjun eins og Hitler forðum.

Eftir að hafa hagað sér eins og fífl meðal þjóða í um áratug og lifað í vellistingum í skuld, stolið  úr vösum vinaþjóða okkar með vitund og vilja stjórnvalda, þá ætlar þetta “fólk” ekki að borga. 

Það er einfaldlega heimska að halda að við komumst upp með það og að það sé þjóðinni fyrir bestu.

Þjóð mín!  Vaknið, opnið augun, ég vil ekki trúa því að þjóðin sé siðblind. Því það verður sá stimpill sem aðrar þjóðir munu klína á okkur.

3. janúar 2010 | arri | Óflokkað | Engin ummæli