Höfuðstöðvar innanalandsflugsins til Akureyrar eða Egilstaða
Nú eru bæði Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur lokaðir. Í langan tíma hafa reykvíkingar og aðrir landsmenn deilt um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Áður en lengra er farið vil ég taka það fram að ég hef ekkert vit á flugsamgöngum eða flugvélum mér bara datt þetta í hug þegar ég var að hlusta á fréttir.
Það er í raun mjög heimskt að hafa 2 af aðalflugvöllum landsins á sama horninu. Því er það mín hugmynd að leggja Reykjavíkurflugvöll niður í núverandi mynd og byggja í staðin upp höfuðstöðvar innanlandsflugsins á Akureyri eða Egilsstöðum það er að segja á þeim stað sem betri er í ljósi flugöryggis.
Sá flugvöllur yrði um leið byggður upp sem varavöllur í millilandaflugi sem tekið gæti á sómasamlegan hátt á móti því öllu, get ekki séð að hvorugir þessara flugvalla geti það í dag. ´
Innanlandsfugið fyrir höfuðborgarsvæð yrði fært til Keflavíkur, einfaldleg vegna þess að það er hagkvæmast. Ef hinsvegar ekki næst sátt um það, þá byggja lítinn völl nálægt höfuðborginni sem sinnt geti áhugaflugi og innanlandsflugi, en sé ekki fyrir millilandaflug.