Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Álftanes: Sama sjónarmið og í Icesave deilunni.

Álftnesingum telja það mannréttindabrot að hækka álögur á íbúa sveitarfélagsins.  En það þarf að borga skuldirnar sem þeir kusu yfir sig.  Eigum við skattgreiðendur þessa lands að gera það? Sama sjónarmið og í Icesavedeilunni, ég borga ekki.

Afstað álftnesinga er einmitt sú sama og þjóðernissinna þessa lands sem neita að borga Icesave, það eiga nefnilega einhverjir aðrir að borga. 

Við kjósum fólk til að stjórna bæjarfélaginu eða landinu og við berum ábyrgð á því.  Það er því ekki sama hvað við kjósum og þurfum að hugsa áður en við greiðum atkvæði.  70% þjóðarinnar studdi Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk við að byggja upp sukkið og tók þar með þátt í því.  Nú þurfum við að gjalda þess líka við þessi 30% sem vorum andvíg áformum þessara flokka.

Það þýðir ekki endalaust fyrir okkur að láta eins og við almenningur þessa lands séum stykk frí og teljum okkur ekki hafa tekið þátt í vitleysunni.  Við gerðum það með atkvæðum okkar, sem sumir hafa lagt hugsunarlaust til sama stjórnmálaaflsins aftur og aftur.

22. febrúar 2010 kl. 07:43 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.