Frábært blogg Valgerðar
Bendi öllum á frábæra grein Valgerðar Bjarnadóttur “Góðar skoðanir og vondar” og ekki síst á frásögn Lofts Hreinssonar í athugasemd við bloggið.
Um leið og þetta er lesið og ekki síst athugasemd Lofts er vert að benda á að kúgun eins og þar er greint frá átti sér stað um allt þjóðfélagið. Í bæjarfélögum og vinnustöðum. Það vor ansi margir sem unnu eins og goðið davíð. Eins og ég hef bent á áður hafa stjórnendur margra bæjarfélaga kúgað fólk td. með að veita verkefnum einungis til flokksgæðinga. Þett fólk er meira og minna um allt þjóðfélagið að stjórna. Þetta fólk er í mínum huga miklu verra mein enn nokkur útrásarvíkingur.
Davíð hefði getað koma í veg fyrir ýmislegt með lögum og reglum gagnvart útrásarvíkingunum, en gerði ekki. Í stað þess lagði hann sínu fóki línuna að stjórna með ógn og valdi. Og það voru æði margir sem það stunduðu, bæjarfulltrúar, embættismenn, þingmenn, ofl. ofl. Þetta fólk er miklu hættulegra þjóðfélaginu en nokkur útrásarvíkingur. Fólk sem tilbúið er að þjóna einræðisherranum í einu og öllu er hættulegt fólk.