Indefence: Í tilefni athugasemdar Ólafs Elíassonar við bloggi Maríu Kristjánsdóttur
Í tilefni athugasemdar Ólafs Elíassonar við bloggfærslu Maríu Kristjánsdóttur „Indefence – ekki á móti Icesave“
Ég hef einfaldlega ekki skilið hvernig heiðarlegt fólk neiti að greiða skuldir sínar.
Ráðamenn okkar hafa gefið út yfirlýsinu um að staðið yrði við skuldbindingar okkar gagnvart Tryggingasjóði Innistæðueigenda. Bara þessi staðreynd, af mýmörgum öðrum ,nægir mér til hafa þá skoðun að við neyðumst til að taka ábyrgð á Icesave skuldbyndingunum.
Við höfum tvisvar samið við breta og hollendinga, svo setjum við fyrirvara á seinni samninginn sem viðsemjendur okkar sætta sig ekki við. Hvernig í ósköpunum heldur þú að hugmyndir ykkar lendi málinu á einhvern betri máta heldur en stjórnvöld eru að reyna að gera?
Ég hjó eftir því í Kastljósinu í gær að Indefence maðruinn talaði sífelt um málið eins og sú hugmynd sem hann hafið sé sú eina rétta. Þetta skín líka í gegnum athugasemd Ólafs, ósköp einfalt gera svon og svona og svo búið allt klappað og klárt. Þannig talar Sigmundur Davíð líka.
Það væri gott ef Indefence gæti svarað eftrifarandi:
Getið þið fullyrt að ykkar lending í málinu yrði þjóðinni fyrir bestu og engin önnur betri?
Getið þið fullyrt að lengra verið komist í samningum við breta og hollendinga ?
Getið þið fullyrt að fari málið fyrir dóm skaði það ekki þjóðina ?
Hafið þið velt fyrir ykkur viðskiptahagsmunum íslendinga komi til harkalegri deilna milli þjóðanna og hugsanlegra afleiðinga.
Hafið þið velt fyrir ykkur viðskipta- og samskiptahagsmunum gagnvart alþjóðasamfélaginu komi til einhverra aðgerða?
Í öllu þessu Icesave- máli finnst mér það oft gleymast að til viðbótar við staðreyndir málsins er það hin pólitíska lausn sem endanlega ræður hvaða leið er farin. Þessi ríkisstjórn ætlar þá leið sem við þekkjum, sennileg vegna þess að þau telja hana illskásta. Sjálfstæðismenn vildu lika fara hana með lélegri samningum þegar þeir voru í stjórn. Það er sennileg alveg rétt sem haft var eftir einhverjum hagfræðingi „ Það grátlega við þetta Icesave mál er að það skiptir ekki máli hverjir eru við völd, þeir verða allir að fara sömu leiðina“.
Að leiða til lykta mál eins og Icesave verður ekki gert eingöngu á forsendum staðreynda þar kemur sennilega pólitíska hagsmunamatið sterkar við‘ sögu þar sem stjórnvöld væntanlega eru að huga að framtíðarhagsmunum íslendinga.