Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Oft ósanngjarnt hvernig vegið hefur verið að forsetanum.

Oft hefur mér þótt ósanngjarnt hvernig vegið hefur verið að forseta vorum Ólafi Ragnari.  Má segja að davíð oddsson hafi hreint og beint lagt hann í einelti frá upphafi, og þar með stöðugt veigt embættið. 

Eitt af hlutverkum forseta hlýtur  að vera að styðja við einstaklinga og fyrirtæki eftir fremsta megni. Hefur verið tekið út hvernig stuðning hann hafi veitt öðrum þegnum en þessum svokölluðu útrásarvíkingum t.d. listafólki eða hugvitsfólki sem var að reyna að koma sér á framfæri erlendis?  Ekki það að ég haldi að þar hafi hann beitt sér eitthvað mikið, en hefur það verið skoðað hvort það sé ekki bara eðlilegur sá stuðningur sem hann veitti víkingunum.

Hitt er svo annað mál hvort forsetinn sé vegna umræðu og aðstæðna í þjóðfélaginu orðin of veikur til að gegna því. Finnst mér þá ekki óeðlilegt að skoðað verði í kjölfarið hvort ekki ætti að leggja það niður í núverandi mynd.

29. október 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | 4 ummæli

Messa og kórastarf á Torreviejasvæðinu.

Á sunnudaginn var íslensk messa haldin í Torrevieja og var það Sr Ragnheiður Karitas Pétursdóttir sem þjónaði.  Ragnheiður hefur á undanförnum árum messað yfir okkur nokkru sinnum á ári og hefur það mælst vel fyrir.  Þá hefur hún tekið að sér tvo drengi til fermingaundirbúnings, sem má ætla að séu fyrstu börn sem verða fermd af íslenskum presti í íslenskri messu á Spáni.

Messað hefur verið frá upphafi í Norsku Sjómannakirkjunni og hafa frændur vorir norðmenn verið okkur einstaklega hjálpsamir að koma þessu í kring.  Í messunni á sunnudaginn var finnskur organisti og lítill íslenskur kór sem er að myndast, og greinilegt er að flest hafa þau komið eiitthvað nálægt söng áður.  Þrátt fyrir góðan söng er verið að leita af fleiru söngfólki og eru víst allir áhugasamir velkomnir.

Mér skilst að á næstunni veriði fastar kóræfingar þannig að kórinn ætti að vera í góðu formi á þrettándanum þegar næsta messa verður sungin, sem verður okkar jólamessa.  Það á svosem vel við hér á Spáni þar sem aðal hátíð þeirra kaþólsku er 6 janúar.

27. október 2009 | arri | Óflokkað, Alment, Samfélagsmál | Engin ummæli

Icesave er hús Sjálfstæðisflokksins

Alveg er ég orðinn orðlaus á Sjálfstæðisflokknum yfir afstöðu þeirra til Icesave, þar sem þeir eiga þetta mál frá A til Ö.  Þeir lögður grunninn að því (gáfu bankann), þeir reistu það (óhæft regluverk eða regluslyesi) og fluttu inní það (Kjartan Gunnarsson), og settu síðan húsvörð yfir eignina (davíð oddson seðlabankastjóri).  Icesave er hús Sjálfstæðisflokksins.  Halelúja!!!!

20. október 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Að fara íllskástu leiðina

Þá er Icesve loks komið í höfn, réttara sagt komið í hafnarkjaftinn með endana klára og búið að slá af.  Steingrímur á hrós skilið enda kanski eini maðurinn sem hægt hefði verið að treysta til verksins. 

Því skal haldið til haga að hann og VG er á enganhátt hægt tengja hruninu.  Það skal líka hafa það á hreinu að Steingrímur er sá sem gagnrýnt hefur hvað harðast þá stefnu og aðgerðir stjrórna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks,sem lögðu grunninn að gjaldþroti landsins.  Þá má minna á þá ábyrgu stjórnarandstöðu sem Steingrímur og VG ástunduðu þegar NEYÐARLÖGIN voru afgreidd á þingi, þar sem þau höfðu sitthvað útá það að setja en hleyptu því hratt í gegn til að standa ekki í vegi fyrir stjórninni á örlagastundu.

Það er dálítið annað en sú stjórnarandstaða sem nú situr og er gjörsamlega óábyrg og gerir lítið annað en að reyna að æsa lýðinn gegn stjórninni með upphrópunum, fyrirsláttum,órökstuddum fullyrðingum og útúrsnúningum. 

 Ég held að flestum ætti að vera það ljóst að allar leiðir í stöðunni eru slæmar, því treysit ég Steingrími að fara íllskástu leiðina. 

20. október 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Hvað vakti svona mikinn áhuga Boreas Capitalmanna að borga ferðina sjálfir ?

Þá er lokasenan í dramanu “Framsókn fer í víking” búin.  Lokafléttan var mjög svo fyrirsjáanleg, nema hvað maður hélt að ekki þyrfti að ljúga því til að háttvirtur stórþingsmaður Per Olaf Lundteigen væri í fjárlaganefnd, sem hann er víst ekki, fór úr henni 30 sept.  Þá bjóst maður heldur ekki við að fyrrgreindur Lundteigen hefði skrifað undir erindi fjárlaganefndarinnar til stórþingsins þann 5 maí um að lán til íslendinga haldist í hendur við AGS. 

 Allt annað í þessu máli hefur legið fyrir frá upphafi, enda er þetta lýðskrum framsóknarmanna hreint fárnlegt.  Og ætla svo að hengja sig á að óeðlilegt sé fyrir forsætisráðherra að skrifa starfsbróður sínum í Noregi tölvupóst er hreint og beint hægilegt.

Það er að vísu eitt í þessu máli sem ég fæ ekki alveg botn í.  Það er að Sigmundur Davíð hefur sagt að vogunarsjóðsmennirnir hafi greitt ferð sína sjálfir.  Hvað vakir fyrir mönnum, sem hafa tekið stöðu gegn íslenskur krónunni og þar með Íslensku þjóðinni.  Hvað vakti svona mikinn áhuga þeirra við hugmyndir Sigmundar að þessir vargar voru tilbúnir til að greiða ferðina sjálfir til Noregs ? 

14. október 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Er staddur á Grænlandssundi og les Fréttablaðið daglega, ekki Moggan hann kostar.

Halldór Haldórsson yfirmaður Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði og bæjarstjóri er að hnýta dálítið í Fréttablaðið í sambandi við frétt þess efnis að blaðið sé frítt um allt land. 

Annars þykir mér hann svona meira vera að nota þessa frétt til að upphefja málgagn sjálfstæðismanna Morgunblaðið.  Honum þykir sem sagt ekki rétt að tala um frítt blað þar sem það á að kosta eitthvað að fá það sent út á land, gefur í skyn mismunun, og talar um að hann hefði allavega viljað að fréttin væri rétt.  Það væri svosem hægt að lesa skrif Þorsteins Pálssonar. Þá talar hann um að hann fái alltaf Morgunblaðið sitt inn um lúguna og fer svo að efast um að margir hafi sagt upp málgagninu.

Þessi skrif ásamt öðrum skrifum sjálfstæðismanna sem og ummælum hljóma svona í mín eyru einsog:  “Allir saman nú berjast fyrir flokkinn og málgagnið”.  En Fréttablaðið - Mogginn, Jón Ásgeir - davíð oddson, hver er munurinn á kúk og skít.

En hvað sem því líður þá geta flestir íslendingar sem eru með nettengingu eða geta gengið, lesið Fréttablaðið frítt.  90% heimila í landinu eru með nettengingu.  Ég er staddur á togara á Hampyðjutorginu sem er á Grænlandssundi og fæ Fréttablaðið daglega ekki Morgunblaðið það kostar.

Það skipti kanski ekki máli hvort Mogginn kosti eitthvað eða ekki mundi ekki kaupa hann með davíð sem ritstjóra.

11. október 2009 | arri | Óflokkað, Alment, Samfélagsmál | Engin ummæli