Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Roman Polanski; Mál sem ekki á að fyrnast

Hvernig í ósköpunum getur fólk haldið því fram að ekki eigi að framselja Roman Polanski til Bandaríkjana ?  Maðurinn framdi alvarlegt brot.

Það skiptir nákvæmlega eingu máli  hvort fórnarlambið hafi fyrirgefið honum, þar sem hann greiddi því bætur.  Brotið er alvarlegt og í þessu tilfelli virðist það skipta máli að gerandinn er heimsfrægur.  Hvað með einhvern John Smith mundi hann verða varinn af samfélögunum eða jafnvel þjóðarleiðtogum eins og Polanski.  Varla.  Eitt á yfir alla að ganga og mál af þessari gerðini á ekki að fyrnast.

30. september 2009 | arri | Óflokkað, Alment | 1 ummæli

Fáránlegt að greiða niður lán ef farið yrði í flanta niðurfellingu lána.

Vegna þokkalegrar fjárhagsstöðu var ég að spá í að greiða niður lán um 3 milljónir.  Ætti kansi að bíða með það ef farið yrði í 20% flata niðurfellingu.

Greiða frekar niður lánið eftir niðurfellingu og fá þessa 20% eftirgjöf eða 600.000.- kr.  Það munar um minna.

Skiptir kanski ekki máli það verða alltaf skattgreiðendur sem greiða.  Og ég er góður skattgreiðandi svo þetta yrði bara tekið úr hinum vasanum.

4. september 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál, Samfélagsmál | Engin ummæli