Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

AGS: Þetta snýst ekki um hvað okkur finnst, þetta snýst um hvað öðrum þjóðum finnst um okkur og fjárglæfraeyðslustefnu síðustu ára.

Hroki íslendinga virðast engin takmörk sett.  Nú þegar AGS frestar fyrirtöku mála íslendinga á þeirri forsendu að þau lán sem okkur standa til boða meðfram láni frá AGS eru ekki tryggð, vegna  að öllulm líkindum óuppgerðs Icesave-máls.  Koma menn þá fram með yfirlýsingar eins og að AGS sé að þvinga okkur, og bretar og hollendingar standi þar að baki.  Þá tala sumir um að semja uppá nýtt, en þykir mönnum það líklegt að bretar og hollendingar séu tíl í það og hvað þá ?  Fara með málið fyrir  dómstóla og hafa allt þjóðfélagið í dvala á meðan?  kanski svon 5 ár!!!

Mér þykir það sýna ótrúlega fávisku, hroka og dómgreindarleysi ýmissa þingmanna  sem svona hugsa.  Þetta snýst ekki um hvað okkur finnst þetta snýst um hvað öðrum þjóðum finnst um okkur og okkar fjárglæfraeyðslustefnu síðustu ára.   Gerið hreint fyrir ykkar dyrum og gerið upp ykkar skuldir og þá skulum við koma ykkur til hjálpar eru þjóðirnar og AGS að segja.  Þetta hefur legið fyrir lengi og er það hreint með ólíkindum menn geti ekki gert sér það ljóst.  Það er ekkert annað í stöðunni en að ganga frá þessu Icesve máli, við höfum ekkert annað val sem er ódýra. 

Þrátt fyrir þessa niðrstöðu AGS virðist Sigmundur Davið enn vilja fara dómstólaleiðina og Hr.Saari rekur löngutöng framaní í alþjóðasamfélagið.  Bjarni virðist eithvað jákvæðari, en undalegast er að lektor við Háskólann í Reykjavík telur AGS inneimtustofnun fyrir aðildarríkin.  Hefur það farið framhjá mönnum að AGS hefur sagt að lán frá þeim væri háð því að lán kæmu frá öðrum þeim ríkjum sem ætla að lána okkur.  Þau lönd eru bara ekki tilbúin að lána íslendingum eins og stendur.

 Þetta er eins og ég og þú myndum  gera ef ef vinur okkar kæmi til okkar með allt niðrum sig.  Við mundum ekki  lána honum ef við vissum að hann neitaði eða hefði ekki gengið frá skuld við vin okkar beggja. 

31. júlí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | 1 ummæli

Að hafa yrðling í haldi til að ná foreldrinu í færi.

Í dag heyrði ég viðtal í síðdegisþætti Rásar 2 sem þótti merkilegt fyrir þær sakir að refur gerði sig heimakominn á bæ einhverjum sem ég heyrði ekki hvar var.  Bóndinn minnti mig óneitnlega á persónu þeirra spaugstofumanna Stefán á Útistöðum, en það er annað mál.

Það kom semsagt í ljós að bóndinn hafði yrðling í haldi í hlöðunni og virðist rebbi vera kominn hans vegna. 

Ég fór að nefna þetta við kunningja minn sem er mikill veiðimaður og þótti honum þetta ekki merkilegt og sagði að þetta sé vel þekkt.  Menn  hafa sumir hverjir stundað þetta að ná yrðlingum lifandi á greni tekið þá í hús með það í huga að lokka foreldrið að og það þá skotið á færi í þessu tilviki 35 metra.  Hann sagði ennfremur að hann vissi ekki hvort þetta væri ólöglegt en að þetta væri ekki vel séð. 

Hvað var bóndinn að gera með yrðlinginn þarna ?  Var hann ekki að lokka dýrið að, og honum tókst að drepa það.  Afhverju sagði hann það ekki.  Nú sel ég þetta ekki dýrar en ég keypti en gaman væri að heyra frá einhverjum sem þekkir til slikra aðferða og hvort þetta séu viðurkennd aðferð.

29. júlí 2009 | arri | Óflokkað, Alment | 2 ummæli