Ýmsir fræðingar hafa ritað að undanförnu um Icesavesamningana. Sumir á fræðilegum nótum aðrir með sterkum eigin skoðunum. Flestar þessar greinar eru gott innleg í umræðuna sem slíkar og gefa okkur stundum nýja innsýn í málið. En það sem þær geta ekki frætt okkur um er pólitísk stað málsins.
Hversu rétt sem lögfræðingar upplýsa okkur um lagastöðu málsins og hagfræðingar um efnahagshliðina, þá er það pólitíska matið sem stjórnvöld verða að taka sem ekki er hægt að fá í slíkum greinum. Það eru stjórnvöld sem þurfa að velja þá leið sem þau telja þjóðinni fyrir bestu. Þar verða stjórnvöld að taka tillit til margra hluta í samskiptum við aðrar þjóðir til að mynda, stöðuleika krónunar, viðskiptahagsmuna og stöu þjóðarinnar innan alþjóðasamfélagsins.
Ég er nokkuð viss um að ríkisstjórnin eins og aðrir landsmenn séu ekkert yfir sig hrifnir með samninginn, en verða þrátt fyrir það að ganga frá þessu máli og telja þá samninga sem náðst hafa, vera skasstu leiðina. Því treysti ég.
Mér finnst það mikið ábyrgðarleysi hjá Sigmundi Davíð og fleirum, í ljósi þess að tilvonandi lánadrottnar okkar gera Icesavesamkomulag að skilyrði fyrir aðstoð, að neita að borga. Ég spyr hvernig komum við til með að getað verndað og styrkt krónuna, og efnahagskerfið ef svo færi að alþjóðasamfélagið léti okkur róa? Hvernig virkaði þjóðfélagið ef við borguðum ekki ? Hvað yrði um tollaíviljanir okkar inná evrópusambandssvæðið ? Hvernig yrðu samskipti okkar við önnur lönd o.s.f.v. Ég er ansi hræddur um að ef við lokum ekki þessu mái með samkomulagi komum við til með að hanga í lausu lofti um langa hríð með allt niðrum okkur.
22. júní 2009
|
arri |
Óflokkað, Stjórnmál |
Engin ummæli
Sem stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar geri ég þá kröfu til þingmanna stjórnarflokkanna að allir sem einn samþykki Icesavev samninganna.
Ég tel að sú hætta sé fyrir hendi að verði þeir feldir geti farið jafnvel enn verr fyrir þjóðinni heldur en ef samningurinn verði samþykktur.
Samþykkt samningsins er fyrsta skref okkar til að vinna traust alþjóðasamfélagsins. Og í kjölfarið á þjóðin að fara að opna augun og líta í eigin barm á gagnrýnin hátt. Hver og einn íslendingur á nú að skoða sjálfan sig á gagnrýnin hátt og velta fyrir sér hvernig hann hegðaði sér í græðginni og hégómaskapnum. Ekki halda áfram yfirlætinu og hrokanum með að neita að bera ábyrgð á stolnu féi sem hinn almenni íslendingur notaði til að fullnægja hégómagirnd sinni. Það voru ekki bara útrásarvíkingar sem höguðu sér eins og fífl í góðærinu það gerði stór hluti þjóðarinnar líka.
22. júní 2009
|
arri |
Stjórnmál |
1 ummæli
Þar sem fangelsi landsins eru yfirfull geri ég það að tillögu minni að Breiðuvíkurheimilið verði gert að sérstöku auðmannafangelsi.
15. júní 2009
|
arri |
Óflokkað, Samfélagsmál |
Engin ummæli
Allt kjaftæði um að borga ekki Icesave er eitthvað það ábyrgðalausasta sem til er. Þykir mér framistaða Sigmundar Davíðs í umræðunni um frostreikninga þessa hreint með ólíkindum og óábyrg sem mest getur verið einungis til að æsa upp lýðinn og tortryggja stjórnvöld. Hrokinn, yfirgangurinn og stórmennskubrjálæðið sem hann hefur sýnt í þessari umræðu hélt ég að hefði liðið undir lok við fall Íslands.
Á að hafa Icesavemálið hangandi yfir okkur í mörg ár með allt alþjóðasamfélagið á móti okkur. Og hvað ef við töpum?? Og ef við borgum ekki, hvað verður þá um alþjóðaviðskipti eða tollafíðindi við EB. Mundu EB löndin segja EES samningnum upp? Hvað þá ?
Nei þessi framkoma Sigmundar Davíðs gerir ekkert annað en að sýna innræti sem hann eflaust hefur fengið í spillingauppeldinu hjá Kögun. Framsókn hefur sett niður fyrir þennan mann, en eflaust er enn til fullt af yfirgangssömum hrokagikkum sem tilbúnir eru að hlusta á fagurgala um 20% skuldaafslátt og neita að borga skuldirnar sínar.
11. júní 2009
|
arri |
Óflokkað, Stjórnmál |
1 ummæli
Nú ætla námsmenn að mótmæla. Mótmæla skertum kjörum. Ef þeir hafa ekki áttað sig á því þá verður allt skert. Við eigum meira að segja eftir að sjá dauðsföll á spítölum vegna skertrar þjónustu sem óhjákvæmilega verður þó svo stjórnvöld reyni að verja félags-og heilbrigðiskerfið.
Það er einfaldlega ekki til fé. Útrásarvíkingar, hluti almennings með aðstoð stjórnvalda hafa sólundað og stolið féi okkar og nágrannaþjóða vorra.
Okkar stað er að herða sultarólina og borga skuldirnar sem þjóðin steipti sér í.
11. júní 2009
|
arri |
Óflokkað, Stjórnmál, Samfélagsmál |
1 ummæli
Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sína:
”Dalai Lama kemur til Íslands í dag og ég les í vefmiðlum, að hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né aðrir ráðherrar ætli að hitta hann. Hvað veldur? Ótti við kínverska sendiráðið? “
Björn Bjarnason Falun Gong, hvað!!!!! voru þið davíð hræddir við kínverjana.
Get svo alveg verið sammála um að ráðamenn hefðu átt að taka vel á móti honum og ræða við hann. Ég get líka skilið stjórnvöld að sumu leiti í þrengingum okkar.
Það er alveg ótrúlegt hvað stjórnmálamenn geta verið ósamkvæmir sjálfum sér.
3. júní 2009
|
arri |
Óflokkað, Stjórnmál |
Engin ummæli