Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Skrýtin skrúfa þessi Sigmundur Davíð

Hann er skrýtin skrúfa þessi Sigmundur Davíð, Gunnlaugsonar Kögunar.  Það er eins og hann haldi að sólin eigi að snúast í kringum hann og Framsóknarflokkinn.  Sífelt hissa á hinu og þessu að því að það er ekki eins og hann vill.

Ég héllt þegar ég heyrði í honum fyrst að þarna væri komið nýtt blóð í flokkinn, en áttaði mig fljótlega að vegna genatískra tenginga gat það ekki verið. Enda hefur það komið í ljós að þarna er enginn munur á, meira að segja er röddin mjögsvo framsóknaleg og fasið allt í gömlum anda þessa spillta flokks.  Hvernig á annað að vera hjá manni sem er erfingji góss sem Framsóknarflokkurinn kom í vasa fjölskyldu hans.

Hann kom inní stjórnmálin sem veturgamall kálfur glaður og skoppandi í vorinu og vorið ekki liðið en hann hringsólandi í girtu túninu sem gamall og úríllur tarfur.

Mér líst ekkert á framhaldið hjá honum.

15. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Afhverju að tortryggja Össur í aðildarviðræðum.

Sé að sumir eru að gagnrýna ESBaðildarumsóknina hans Össurar og telja hann sé að fá alræðisvald til að semja við ESB.  Og hvað með það.  Hann hlýtur að leggja sig allan fram til að fá eins góðan samning og hægt er, svo hann fái hann samþykktan af þjóðinni.  Sé ekki að þurfi að gera mikið mál úr þessu.

Ef Össur klúðrar þessu þá ættu sjálfstæðismenn að vera kátir vilja þér nokkuð inn í ESB ?  VG ættu þá líka að vera ánægðir.  Framsókn verður hissa hvort heldur sem samningurinn yrði góður eða slæmur, þeri eru núorðið alltaf hissa og öfugsnúnir.  Þau í Borgarahreyfingunni eru heil að sjá, og bíða bara og sjá hvað samningurinn gefur og ef þau eru sátt við tillögu Össurar þá virðist mér bara allt vera í lagi.

14. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Sykurneyslustýring.

Ég fagna neyslustýringaráformum heilbrigðisráðherra vegna mikillar sykrunotkunar hér á landi.  Það er nauðsynlegt að reyna  að stýra neyslu í vissum tilvikum.  Þá er ég ekki að segja að ég styðji almennt neysluskatta en stundum þarf að stýra mannskeppnunni eins og nýleg dæmi sanna með regluleysi eiræðistíma davíðs oddssonar.

Það eru enn til harðir frjálshyggjumenn sem neita að samþykkja slíkar hugmyndir og telja það skerðingu á frelsi og að ríkið eigi ekki að skipta sér að hvað fólk láti ofan í sig.

Í þessu tilviki get ég ekki annað en verið algerlega á móti slíku þvaðri.  Við vitum að mikil sykurneysla er alvarlegt heilbrigðisvandamál og með skattlagningu á sykri er verið að stuðla að bættri heilsu um leið og líta má á að verið sé að leggja grunn að sparnaði í heilbrigðiskerfinu þegar til framtíðar er litið. Því færa má fyrir því rök að of mikil sykurneysla valdi auknum kosnaði fyrir ríkið. Svo eru það börn og unglingar sem eiga stóran hlut af sykrureyslunni og eru  kanski ekki alltof mikið að hugsa um heisluna svona ung, hress og kraftmikil.

14. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál, Samfélagsmál | Engin ummæli

Áttu tannlæknarnir sjálfir ekki einhvern þátt í hvernig komið er?

Enn eitt dæmið hvernig davíð oddson og skósveinn hans Halldór Ásgrímsson voru að breyta þjóðfélaginu að bandarískri fyrirmynd.  En ef mig misminnir ekki þá áttu tannlæknar sjálfir einhvern hlut að máli hvernig komið er. Var ekki líka um einhvern ágreining í sambandi við samkeppnisstöðu almennt starfandi tannlækna og skólatannlækna?  Mig minnir það.

En þó svo hafi verið, skiptir það ekki máli stjórnvöld áttu að tryggja þessi mál. 

Það er þó von að allavega þegar um hægist að skútunni veriði snúið við og stefnan tekin á Skandinavíu.  Maístjórnin hafur jú sagt að hún ætli að stefna á norræna þjóðfélagsmódelið.  Módelið sem virðist koma hvað best út í kreppunni.  Módel sem hlúir að einstaklingnum og veitir börnum þess nánast ókeypis tannlæknaþjónustu.

En athugið það, það voru lengi vel 70% þjóðarinnar sem tók far með skútunni til USA.  Við hin húktum á skerinu og biðum eftir vorskipinu Maístjörnunni, sem loksins er komin að landi.

14. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál, Samfélagsmál | Engin ummæli

Hverju eru LÍÚ og Samtök Fiskverkenda að mótmæla ?

Ég hef áður furðað mig á að menn og samtök séu að gagnrýna stefnu stjórnvalda um firningaleið aflaheimilda.  Ég get einfaldlega ekki séð að hægt sé að gagnrýna eithvað sem ekki er búið að útfæra eða ákveða.  Eins og stjórnvöld hafa sagt þá er stefna þeirra firningaleið, en þau ætla að vinna málið í samráði við hagsmunaaðila.  Hverju eru menn að mótmæla ?  Eru hagsmunaðilar kanski bara að verja “eign” sína á kvótanum ?  Hverju eru menn að halda fram þegar þeir segja að fólk muni  missa vinnu og þess háttar?  Er verið að vekja ótta hjá fólki í sjávarútvegi ?  Það hlýtur að verða veitt áfram hvernig sem allt fer.

Samtök Fiskverkenda og LÍÚ eða eins og maðurinn sagði LÍK (Landsamband Íslendkra Kvótaeigenda) voru að mótmæla, hver er munurinn á þeim, eru ekki kvótaeigendur 70-80% af Samtökum fiskverkenda?  Svo það er ekki skýtið að mótmæli komi þaðan. 

Svo hverju er verið að mótmæla. Geta LÍÚ, Samtök Fiskverkenda og þær bæjarstjórnir sem mótmælt hafa lagt fram  gögn sem þeir byggja þessi mótmæli á.  Ég hef nefnilega ekki séð neitt um ákvarðanir eða framkvæmdir í þessu máli, svo það væri gaman að sjá eitthvað.

Eðli málsins samkvæmt hef ég ekki myndað mér skoðun á þessari svokölluðu fyrningaleið ætla að bíða með það þangað til eitthvað er í hendi með framkvæmdina, en geri mér grein fyrir að eithvað þarf að gera til að leiðrétta óréttlætið það er óhjákvæmilegt.

13. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál, Samfélagsmál | Engin ummæli

Þakka má VG fyrir mikinn félagsþroska og lýðræðisást.

Hvað er lýðræðislegra en að láta meirihluta þingmanna ákveða hvort víð óskum eftir aðildarviðræðum við Evrópubandalagið eða ekki.  Það eru skiptar skoðanir á málinu innan allra flokka nema helst Samfylkingarinnar.  Svo þakka má Vinstri Grænum fyrir þann félagþroska og lýðræðisást að koma þessu máli frá, því við skulum athuga það að miðað við stefnu allra flokka fyrir kosningar þá er ekki líklegt að hægt hefði verið ,á nokkurn hátt , að mynda stjórn sem komið gæti þessu máli frá.

Svo koma þeir fram Bjarni og Sigmar og gefa í skyn að þetta sé einhver veikleiki á stjórninni.  Hvernig  er hægt að telja það veikleikamerki að gera sér grein fyrir vandamálum í samstarfi og leysa það strax.  Ég get ekki betur séð en þessi ákvörðun komi öllum stjórnarflokkum vel ekki síst Sjálfstæðisflokknum þar sem þingmenn hans sem vilja fara í aðildaviðræður ættu að geta greitt atkvæði samkvæmt því, nema að Bjarni þvingi þá til annars.  Því það er vægast sagt barnalegt að líta svo á málið ,að stjórnarflokkarnir ætli að treysta minnihlutann til að leysa vanda stjórnarinnar.  Þetta er hreint fáránlegt.  Ég sé ekki betur en VG séu hér að leysa gamalt vandamál sem Samfylkingin gat ekki klárað í stjórn með Sjálfstæðismönnum.

Þetta er vonandi það sem koma skal í fleiri málum þ.e. að þingið ráði málunum ekki bara ráðherrarnir.

11. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli