Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Er þetta kænskubragð hjá Össurri?

Er ekki alveg að skilja þetta vesen á Bjarna og Sigmundi í sambandi með ESB tillöguna.

Afhverju láta þeir Össur ekki bara um þetta hann hlýtur að leggja sig allan fram um að ná góðum samningi, ef hann vill fá samþykki þjóðarinnar.

Svo er ég heldur ekki að átta mig á, hvað Össurri gengur til með að ná ekki samkomulagi um tillögu til framlagningar í þinginu.  Nema þá hann sé að þvinga þá til að leggja fram tillögu, því þeir hljóta þá að hafa einhvern stuðning á bakvið hana.  Kanski er það bara kænska hjá Össurri til að ná sem víðtækustum stuðningi við ESB aðildarviðræður.

28. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli