Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Meira af skítapólitík

Það var davíðshljómur í Gunnari Birgissyni í fréttunum í kvöld.  Þar sem það er  vinstraliðið sem er að gera hann tortryggilegan og blaðamenn spila með.

En hvað er að gerast ?  Fulltrúar í bæjarstjórn gerir athugasemdir við viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur Gunnars.  Það lítur ekki vel út, það sem  komið er, en endurskoðendur eru að fara yfir viðskiptin.  Hvað er eðlilegra ?  Gunnar sem bæjarstjóri ætti bara að vera ánægður að bæjarstjórnarmenn skulu fylgjast þetta vel með og gera athugasemdir ef eitthvað sýnist orka tvímælis.  Hann segir ekkert athugavert við þessi viðskipti,og ætti hann þá ekki að vera hinn rólegasti og bíða niðurstöðu?  Nei hann æsist allur upp  og talar um skítapólitík og sparar ekki pólítískum andstæðingum níðyrðin.

Miðað við þá framkomu sem Gunnar hefur sýnt gerir hann ekkert annað en að gera sjálfansig tortryggilegan og hvernig í ósköpunum ætlast hann til að blaðamenn taki á málinu.  Klappi honum á öxlina og segi að þetta sé bara kjaftæði í vinstarpakkinu.  Auðvita eiga blaðamenn að kafa í málið eins og þeir geta.

Framkoma hans hefur gert það að verkum að ég hef nánast  dæmt hann sekan, án þess að sekt hans sé sönnuð.  Það er mér ekki eðlislegt.

23. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | 1 ummæli

Er til meiri tækifærissinni en Bubbi Morthens ?

Er til meiri tækifærissinni en Bubbi Morthens.

Hann kom inn á sviðið með stál og hníf og gaf skít í auðvaldið og útgerðarmennina.  Hann deildi á hljómplötuútgefendur.

Svo keypti Hagkaup hann í auglýsingu og Skífan bar í hann fé fyrir nokkura platna samning.  Þá keyptu útrásarvíkingarnir öll lögin hans og hirtu síðan allan gróðan eins og allra annara íslendinga. 

Og þá rís Bubbi aftur upp sem stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins með stál og hníf,  sem virðist vera ryðgað og hnífurinn bitlaus, og ég brosi og hugsa helv… væri gaman að heyra Gunnar Birgisson syngja með Bubba. 

Hljómaði eitthvað svo eins og úríllt gamalmenni sem spilaði hátt með útrásarvíkingununum og getur ekki lengur leikið sér á stóra jeppanum með veiðistangirnar út um gluggan.

Auðvitað fúllt.

23. maí 2009 | arri | Óflokkað, Alment | Engin ummæli