Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Láta Lögregluna rýma þingflokksherbergið

Fyrir stuttu var fólk, sem hafði tekið sér bólfestu í yfirgefnu húsi, rekið út með lögregluvaldi.  Eigandinn sagðist bera ábyrgð á húsinu og gæti ekki tekið ábyrgð á að hafa fólkið þarna.

Ég, þú og við öll eigum Alþingishúsið og berum ábyrgð á því fólki sem þar hefur búið um sig. 

Háttvirtur forseti aþingis! Einga diplómatíska samninga, ef þingflokkur Framsóknarflokksins neitar að fara út, þá láta lögregluna rýma herbergið.

Er virðing flokksins engin gagnvart Alþingi og þjóðinni.  Einhver tilfinningaþvæla um þetta blessaða þingflokksherbergi þeirra, er ekki boðleg.  Fólk sem misst hefur húsin sín kemast ekki upp með einhvert tilfinningavæl þegar bankinn hirðir húsið þeirra.   Út með ykkur, þessi yfirgangur er ekki boðlegur og þarfnast engrar frekari umræðu af hálfu forseta Alþingis.

Út!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

22. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli