Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Er þetta kænskubragð hjá Össurri?

Er ekki alveg að skilja þetta vesen á Bjarna og Sigmundi í sambandi með ESB tillöguna.

Afhverju láta þeir Össur ekki bara um þetta hann hlýtur að leggja sig allan fram um að ná góðum samningi, ef hann vill fá samþykki þjóðarinnar.

Svo er ég heldur ekki að átta mig á, hvað Össurri gengur til með að ná ekki samkomulagi um tillögu til framlagningar í þinginu.  Nema þá hann sé að þvinga þá til að leggja fram tillögu, því þeir hljóta þá að hafa einhvern stuðning á bakvið hana.  Kanski er það bara kænska hjá Össurri til að ná sem víðtækustum stuðningi við ESB aðildarviðræður.

28. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Meira af skítapólitík

Það var davíðshljómur í Gunnari Birgissyni í fréttunum í kvöld.  Þar sem það er  vinstraliðið sem er að gera hann tortryggilegan og blaðamenn spila með.

En hvað er að gerast ?  Fulltrúar í bæjarstjórn gerir athugasemdir við viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur Gunnars.  Það lítur ekki vel út, það sem  komið er, en endurskoðendur eru að fara yfir viðskiptin.  Hvað er eðlilegra ?  Gunnar sem bæjarstjóri ætti bara að vera ánægður að bæjarstjórnarmenn skulu fylgjast þetta vel með og gera athugasemdir ef eitthvað sýnist orka tvímælis.  Hann segir ekkert athugavert við þessi viðskipti,og ætti hann þá ekki að vera hinn rólegasti og bíða niðurstöðu?  Nei hann æsist allur upp  og talar um skítapólitík og sparar ekki pólítískum andstæðingum níðyrðin.

Miðað við þá framkomu sem Gunnar hefur sýnt gerir hann ekkert annað en að gera sjálfansig tortryggilegan og hvernig í ósköpunum ætlast hann til að blaðamenn taki á málinu.  Klappi honum á öxlina og segi að þetta sé bara kjaftæði í vinstarpakkinu.  Auðvita eiga blaðamenn að kafa í málið eins og þeir geta.

Framkoma hans hefur gert það að verkum að ég hef nánast  dæmt hann sekan, án þess að sekt hans sé sönnuð.  Það er mér ekki eðlislegt.

23. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | 1 ummæli

Er til meiri tækifærissinni en Bubbi Morthens ?

Er til meiri tækifærissinni en Bubbi Morthens.

Hann kom inn á sviðið með stál og hníf og gaf skít í auðvaldið og útgerðarmennina.  Hann deildi á hljómplötuútgefendur.

Svo keypti Hagkaup hann í auglýsingu og Skífan bar í hann fé fyrir nokkura platna samning.  Þá keyptu útrásarvíkingarnir öll lögin hans og hirtu síðan allan gróðan eins og allra annara íslendinga. 

Og þá rís Bubbi aftur upp sem stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins með stál og hníf,  sem virðist vera ryðgað og hnífurinn bitlaus, og ég brosi og hugsa helv… væri gaman að heyra Gunnar Birgisson syngja með Bubba. 

Hljómaði eitthvað svo eins og úríllt gamalmenni sem spilaði hátt með útrásarvíkingununum og getur ekki lengur leikið sér á stóra jeppanum með veiðistangirnar út um gluggan.

Auðvitað fúllt.

23. maí 2009 | arri | Óflokkað, Alment | Engin ummæli

Láta Lögregluna rýma þingflokksherbergið

Fyrir stuttu var fólk, sem hafði tekið sér bólfestu í yfirgefnu húsi, rekið út með lögregluvaldi.  Eigandinn sagðist bera ábyrgð á húsinu og gæti ekki tekið ábyrgð á að hafa fólkið þarna.

Ég, þú og við öll eigum Alþingishúsið og berum ábyrgð á því fólki sem þar hefur búið um sig. 

Háttvirtur forseti aþingis! Einga diplómatíska samninga, ef þingflokkur Framsóknarflokksins neitar að fara út, þá láta lögregluna rýma herbergið.

Er virðing flokksins engin gagnvart Alþingi og þjóðinni.  Einhver tilfinningaþvæla um þetta blessaða þingflokksherbergi þeirra, er ekki boðleg.  Fólk sem misst hefur húsin sín kemast ekki upp með einhvert tilfinningavæl þegar bankinn hirðir húsið þeirra.   Út með ykkur, þessi yfirgangur er ekki boðlegur og þarfnast engrar frekari umræðu af hálfu forseta Alþingis.

Út!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

22. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Skítapólitík eða skítakarakter

Framkoma bæjarstjórans í Kópavogi Gunnars Birgissonar vegna mála Kópavogsbæjar og fyrirtæki dóttur Gunnars , er til háborinar skammar hvort heldur  hann er með hreint borð eða ekki.  Hann er að svívirða bæjarfulltrúa sem er að vinna vinnuna sína.  Hann sýnir ekkert nema hroka og yfirgang sem við höfum jú séð hjá mörgum öðrum fyrirmönnum í Sjálfstæðisflokknum á undanförnum árum. 

 Hann á að skammast sín og byðja bæjarfulltrúa og íbúa í Kópavogi afsökunar. 

Gjósi einhver skítalikt upp af máli þessu á hið fyrsta að koma manninum frá og láta rannsaka öll hans mál og þá sérstaklega samskipti bæjarins og Klæðningar.

19. maí 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál, Samfélagsmál | Engin ummæli

Hörður Torfason fái Fálkaorðuna

Nú veit ég ekki hvort Hörður Torfason hafi fengið Fálkaorðuna, sé svo ekki þá legg ég til að hann fái hana við næstu veitingu 17. júní.   

Ég er ekki skyldur honum, þekki hann ekki neitt, hef ekki staðið með honum á Austurvelli og er ekki hommi, en ég er íslendingur sem lít upp til fólks sem er trútt sannfæringu sinni og getur litið á hlutina útfrá einhverju öðrum en gróðasjónarmiði.

Hörður hefur laggt ótrúlega mikið af mörkum  til samfélagsins allt frá því hann byrjaði réttindabaráttu samkynhneigðra.  Í gegnum tónlist sína,leikstjórn, mannréttindabaráttu og þjóðfélagsbaráttu hefur hann gefið okkur svo ótrúlega mikið að ekki sé talað um kjarkinn, sem hann virðis haf ótakmarkaðan. 

Hörður er heill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og á skilið að íslenska þjóðin sýni honum sóma og veiti honum okkar æðstu orðu.

Til að tilnefna mann til Orðunefndar þarf að senda það bréflega með rökstuðningi.  Þar sem ég er staddur úti á sjó og næ ekki að senda tilnefnigu bréflega, þá legg ég til að einhver sem þetta kann að lesa taki sig til og sendi tilnefnigu til Orðunefndar.

19. maí 2009 | arri | Óflokkað, Samfélagsmál | 1 ummæli