Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Ítrekun: VG gefi ESB umsókn frjálsa í stjórnarsamstarfi

Ítrekun á færslu frá í gær. 

Í dag eru menn mikið að velta fyrir sér stjórnarmynstri og telja margir að samstarf núverandi stjórnarflokka sé ekki sjálfgefið þar sem ESB stjórn sé hægt að mynda með Framsókn og Borgaraflokki.

Ég tel hinsvegar að með óhyggjandi hætti sé kallað eftir áframhaldandi stjórnarsamstarfi með þessum úrslitum og svo eigi að vera.  Vandamál þessara flokka í ESB málum á hinsvegar að leysa með því að VG gefi málið frjálst í stjórnarsamstarfinu og Samfylkingin leggi málið fyrir Alþingi og fái stuðninginn þaðan.  Þannig fái þingmenn VG sem þrátt fyrir stefnu VG möguleika að ljá málinu stuðnig.

Það hljóta allir íslendingar að geta sætt sig við að sjá hvað við fáum í aðildaviðræðum og kjósa síðan á grundvelli  staðreynda sem svart á hvítu birtast í aðildarsamningi, en ekki fyrirslætti misvandaðra einstaklinga.

27. apríl 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Allt þegar þrennt er

Allt þegar þrennt er segir einhverstaðar. 

Það á vel við í mínu tilfelli, því við þrjár síðustu kosningar hef ég kosið Samfylkinguna bara á þeirri einni forsendu að sá flokkur var sá eini sem ég sá að gæti kollvarpað Sjálfstæðisflokknum.  Nú hefur það tekist, svo héðan í frá get ég byrjað aftur að kjósa samkvæmt minni sannfæringu og á grundvelli málefna.

Að koma hrokafullum frjálshygguflokknum frá og guðföður hans davíð oddssyni er í mínum huga mesta hreinsun sem farið hefur verið í á Íslandi síðan við komum dönsku einokunarversluninni af höndum okkar.  Enda hefur maður skynjað síðasta rúmman áratug spillinguna, yfirganginn, hrokan og valdnýðsluna svo ekki sé mynnst á mannfyrirlitninguna. 

 Enn eftir þessar kosningar  eru þó þingmenn Flokksins á þingi sem studdu davíð og dýrkuðu sem guð hvort sem var í blindni eða í ótta.  Þingmenn sem sýndu ekket nema aumkunarverðan aumingjskap í samskiptum við fyrverandi formann sinn sem stjórnaði með því að voru menn ekki sammála honum voru þeir óvinir hans.

Það tekur eflaust einhvern tíma að moka þessu hyski út svo  að öllum líkindum kemur maður til með að hunsa Flokkin í einhver ár í viðbót.  Þó líklegra megi teljast að maður kjósi hann aldrei, láti sér það ekki til hugar koma.

26. apríl 2009 | arri | Stjórnmál | Engin ummæli

VG gefi ESB umsókn frjálsa í áframhaldandi stjórnarsamstarfi.

Til hamingju Ísland og verði ný ríkisstjórn landinu til gæfu og farsældar.

Í dag eru menn mikið að velta fyrir sér stjórnarmynstri og telja margir að samstarf núverandi stjórnarflokka sé ekki sjálfgefið þar sem ESB stjórn sé hægt að mynda með Framsókn og Borgaraflokki.

Ég tel hinsvegar að með óhyggjandi hætti sé kallað eftir áframhaldandi stjórnarsamstarfi með þessum úrslitum og svo eigi að vera.  Vandamál þessara flokka í ESB málum á hinsvegar að leysa með því að VG gefi málið frjálst í stjórnarsamstarfinu og Samfylkingin leggi málið fyrir Alþingi og fái stuðninginn þaðan.  Þannig fái þingmenn VG sem þrátt fyrir stefnu VG möguleika að ljá málinu stuðnig

Það hljóta allir íslendingar að geta sætt sig við að sjá hvað við fáum í aðildaviðræðum og kjósa síðan á grundvelli  staðreynda sem svart á hvítu birtast í aðildarsamningi, en ekki fyrirslætti misvandaðra einstaklinga.

………og enn og aftur til hamingju Ísland………………….

26. apríl 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Opið bréf til Ragga frænda

Sæll frændi !Þú hefur alveg eins og ég haft gaman af því að grilla á kvöldin eftir vinnu en á daginn höfum við ekki alveg sama áhugann á að hamast við að afla tekna, en dugnaðurinn í þér og konu þinni sem og framkfæmdasemin hefur skilað þér góðu búi.    Í skjóli góðærisins tíndist hugur þinn einhverstaðar í Bláskógum og um tíma taldi ég hann algerlega farinn út í bláinn.   En vegna taumlausrar trúar minnar á hið góða hef ég aldrei gefist upp á að einhvern dagin mundi ég endurheimta þig úr helgreipum bláu handarinnar.  Enda ert þú drengur góður.

Um þessar mundir er einstakt tækifæri kæri frændi til að líta til baka um hinar sviðnu jarðir sem við höfum hlaupið yfir með lokuð augun síðustu tvo áratugi. 

 Við ómökuðum okkur ekkert yfir sífelt vaxandi fátækt, end sagði Davíð okkur að það hafi bara verið lygaþvættingur úr einhverjum vinstriprófesor.

Þá þóttumst við ekkert taka eftir öllum þeim draugahúsum sem við keyrðum framhjá á ferðum okkar um landið, þó við hefðum alloft  furðað okkur á lífleysi þessara sjávarþorpa.

Og hvað varðaði okkur um eithvert náttúruverndarpakk sem sagði okkur að við værum að skemma landið, kjaftæði, við vorum að fá fínt á stöngina og grilluðum á árbakkanum ,  slöktum á neikvæðu fréttunum.   Það var  sól og við láum og sleiktum hana drukkum úr ferðakælinum og höfðum fellihýsið til næturgistingar.

Svo var það frábært frændi þega þegar það sannaðist hversu frábærir snillingar Dabbi og Hólmsteinn voru þegar þeir seldu bankana.  Þvílík snilld, þá kom sko skýrt í ljós hversu einkareksturinn er svo miklu betri enn allt annað rekstrarform.   Að sjálfsögðu þarf meira til en bara rekstrarformið það skipti líka miklu hversu vel var vandað valið hverjir fengu að kaupa.  Þvílík reysn var þá yfir öllu.  Við hreint og beint horfðum á þá vaxa og vaxa eins og baunagrasið hans Jóa.  Já og við áttum orðið stóran hluta af helstu fyrirtækjum Evrópu. Þvílíka hamingju sem þetta skapaði okkur og löndum vorum.  En svo skyndilega og án þess að við áttuðum okkur þá barst smá neisti í skóginn okkar og bara fúm,fúúúúúúmmmmmmmmm.  Allt brunnið þegar við vöknuðum þarna um morguninn. Vááá, allt svart, kolsvart.

Þá fórum við að spyrjast fyrir um það hjá skógarverðinum  hvort ekki hafi verið nein tæki á staðnum til að slökva eldinn.  Manstu hvað við vorum hissa þegar hann sagði okkur að svo hafi ekki verið því hér  ættu men að passa sig sjálfir, en vegan þess að eithvert fífl hafði dottið aðeins of mikið í það, og farið kæruleisislega með eldinn þá bara fúm,fúúúúúúmmmmmmmmm.  Sorrý!!

Nú kæri frændi er í raun frábær tími framundan það er vor og besti tími til gróðursetnigar .  Tími fyrir okkur til að velja sjálfir hvað við ætlum að gróðursetja í sviðnu jörðina.  Auðvitað viljum við að vellirnir verði aftur grænir kanski ekki alveg vinstri grænir, en jú grænir.  Við verðum að vísu að passa uppá að þeir verði  ekki framsóknargrænir því þá eigum við að hættu að 20% landsins grói  ekki .   Eigum við ekki frábæri frændi að gróðursetja fullt af rósum.  Rósum, blómið sem táknar ástina og hefur glatt svo marga og ekki sakar hin ljúfa angan.  Ef við pössum okkur bara á þyrnunum, þannig að ekki fari fyrir okkur sem Þyrnirósu.

   Ég ætla að trúa því að þú hafir þroskast það mikið að undanförnu að þú hjálpir mér að kom bláu fjólunum, sem einhverjir ætla að pota niður í nýja landið , á haugana.  Einnig að hjálpa mér að halda fálkanum í burtu frá skóginum okkar svo dýrin fái að lifa í friði. 

Þó við ákveðum að notast við rósirnar er ekki þar með sagt að ekki megi græða á daginn og grilla á kvöldin.  Því jafnaðarstefnan snýst ekki um að ef einn á grill skulu allir aðrir fá grill líka, nei hún snýst um að hafa jafnan rétt milli manna og skapa jafnvægi milli heimila og atvinnulífsins.  Í þjóðfélagi jafnaðrmanna fær framtaksami, duglegi og hugvitsami einstaklingurinn að njóta ávaxta sinna í vissu sinni á að allir þurfi að fara eftir sömu reglunum.  Svo verðum við frændi góður bara að halda vöku okkar og passa uppá að þyrnarnir stingi ekki, því að eins og í öllu sem mannskeppnan tekur sér fyrir hendur þarf að gæta vel að græðgi, drottnunarsemi og yfirgangi þeirrar skeppnu.

Megi gæfan fylgja þér í dag frændi og byrjum saman að rækta upp okkar gamla land og gerum það að nýju landi, Nýju Íslandi.

XS

25. apríl 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál, Alment | Engin ummæli

ESB umræðan eins og hjá fáráðlingum

Umræða um ESB aðild hefur fengið mikinn byr undanfarna daga, en því miður á svo lágu plani að hún verður marklaus.  Kanski einmitt það sem andstæðingar aðildar vilja.  Fullyrðingar um að við fáum ekki þetta og hitt ef við göngum inn eða missum rétt okkar á þessu eða hinu, er vægast sagt á svo lágu plani að vel menntaðir einstaklingar sem þannig tala gera ekki annað en lítið úr sjálfum sér.

Það er staðreynd að hort sem við erum með eða á móti ESB aðild þá vitum við ekki  hvernig aðildarsamningur okkar verður, þessvegna þarf að sækja um og  semja.  Fyrst þá vita ESB sinnar og andstæðingar þeirra um hvað skuli deila.

Það vekur furðu mína í þessu þvargi um ESB hvernig jafnvel forsvarsmenn fyrirtækja sem á að taka alvarlega  eru að gefa sér fyrirfram hvað við fáum eða  munum missa.  Ég er nokkuð viss um að ef þeir færu í allar samningaviðræður  fyrir hönd síns fyrirtækis  með fyrirframgefnar niðurstöður verður árangurinn ekki mikill.

Ég hef aldrei skilið afhverju megi ekki sækja um aðild að ESB, fara í viðræður og sjá hvað það skilar okkur.  Þeir sem ekki geta sætt sig við það hljóta að hafa einhverja annarlegri hagsmuni en þjóðarhagsmuni að verja, því það hlýtur að vera hagur þjóðarinnar að fá það fram svart á hvítu hvernig samning við fengjum.

Það hljóta að vera sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar að fá aðildarsamning og þarmeð málefnalegan grundvöll til áframhaldandi deilna leidda til lykta með kosningu. 

24. apríl 2009 | arri | Óflokkað | Engin ummæli

Sjálfstæðisflokkurinn er SEKUR

Það er broslegt að sjá hvernig sjálfstæðismenn keppast við að reyna að hreinsa sig eða einhverjar persónur í Stóra múturmálinu.  Ég vissi ekki neitt!!! , Ég tók ekki við neinu, það voru einhverjir aðrir !!!!.  Svo verða margir hissa og halda í einfeldni sinni að peningarnir sem Flokkurinn eyðir vaxi bara einhverstaðar í skúmaskotum í Valhöll.  Ef þessir einfeldningar opnuðu augun og litu í kring um sig í Valhöll  hljóta þeir að geta gert sér grein fyrir að mikið af rekstrarfé flokksins komi frá einhverju öðru en af  félagsgjöldum og ríkisframlögum.

Það skiptir ekki máli hver bað um múturnar eða hver tók á móti þeim.  Heldur ekki hver vissi eða vissi ekki.  Flokkurinn er SEKUR í heild sinni alveg eins og mistök starfsmanns fyrirtækis er um leið mistök fyrirtækisins.  Og þeir sem bera mestu ábyrgðina eru allir stjórnendur flokksins, allir þingmenn og allir miðstjórnarfulltrúar, því þeir hljóta að eiga að fylgjast með hvað er að gerast.  Þá finnst mér einkennilegt að 60.000.000 fari bara framhjá öllum eins og upphæðin sé ósköp eðlileg.  Hún er það kanski , kæmi ekki á óvart.

Múturgreiðslur til sjónmálaflokka er ekki nýtt fyrirbæri heldur hefur verið stundað alveg frá stofnun lýðveldis. 

Svo er það einkennilegt að sumir fjölmiðlar og ýmsir bloggarar tala eins og bókhald flokkanna hafi verið opnað.  Staðan í dag er að okkur hefur aðeins verið sýnt það sem flokkarnir eru tilbúnir að sýna.

13. apríl 2009 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | 2 ummæli