Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Hörður Torfason fái Fálkaorðuna

Nú veit ég ekki hvort Hörður Torfason hafi fengið Fálkaorðuna, sé svo ekki þá legg ég til að hann fái hana við næstu veitingu 17. júní.   

Ég er ekki skyldur honum, þekki hann ekki neitt, hef ekki staðið með honum á Austurvelli og er ekki hommi, en ég er íslendingur sem lít upp til fólks sem er trútt sannfæringu sinni og getur litið á hlutina útfrá einhverju öðrum en gróðasjónarmiði.

Hörður hefur laggt ótrúlega mikið af mörkum  til samfélagsins allt frá því hann byrjaði réttindabaráttu samkynhneigðra.  Í gegnum tónlist sína,leikstjórn, mannréttindabaráttu og þjóðfélagsbaráttu hefur hann gefið okkur svo ótrúlega mikið að ekki sé talað um kjarkinn, sem hann virðis haf ótakmarkaðan. 

Hörður er heill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og á skilið að íslenska þjóðin sýni honum sóma og veiti honum okkar æðstu orðu.

Til að tilnefna mann til Orðunefndar þarf að senda það bréflega með rökstuðningi.  Þar sem ég er staddur úti á sjó og næ ekki að senda tilnefnigu bréflega, þá legg ég til að einhver sem þetta kann að lesa taki sig til og sendi tilnefnigu til Orðunefndar.

19. maí 2009 kl. 10:45 | arri | Óflokkað, Samfélagsmál | 1 ummæli

1 ummæli

  1. -SAMMÁLA!

    Ummæli eftir Teitur Atlason | 19. maí 2009

Lokað er fyrir ummæli.