Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Falete

Fyrir nokkrum árum vorum við fjölskyldan áferð um Almeríu hér á Spáni og skoðuðum meðal annars smábæinn Mojacar.  Eftir að hafa skoðað þennan sérstaka og stórskemtilega spánsk-arabíska bæ ákváðum við að fá okkur hótelherbergi og gista, þegar við áttuðum okkur á því að mikil skemmtun yrði um kvöldið á bæjartorginu.

Við vissum ekkert hvað var í boði á skemmtuninni, en frá því er skemst að segja að þar tróð upp flamincosöngkonan Falete sem ég hafði aldrei heyrt né séð, þó svo ég hafi í þónokkurn tíma haft einstakt dálæti á spánskri gítartónlist Paco Pena, Paco de Lucia, Fernado Sar og slíkum snillingum.  Þessi stóra og mikla kona hreint og beint tók hug minn allan frá fyrsta tóni.  Röddin var alveg einstök sterk og tilfinningamikil og á sviðinu var hún sú sem stjórnaði.  Öðru hvoru leyfði hún bakröddunum að syngja sóló og virkaði þá eins og kennari að prófa nemandann.  Tónlistamennirnir voru hreint út sagt frábærir og sakna ég þess að vita ekki nafn þeirra.  Ég þurfti reyndar að syrja þá sem næstir mér stóðu hver þessi söngkona væri því ég var ákveðinn í að kanna hana frekar á netinu þegar heim kæmi.  Ég áttaði mig strax á að þetta var engin amatör heldur stórstyrni, sem og var reyndin.  Var að rifja þetta upp þegar ég rakst á hana á You Tube.

Fyrir þá sem áhuga hafa á flamincotónlist er hér slóð á YouTub á lag með henni og annari ekki síðari söngkonu Nina Pastori lagið heitir Valgame dios og er Falete sú þéttvaxna.  Góða skemmtun http://www.youtube.com/watch?v=Ni2CZxG-ylY&translated=1

28. mars 2009 kl. 11:10 | arri | Óflokkað, Tónlist | 2 ummæli

2 ummæli

  1. Falete er karlmaður

    Ummæli eftir helena böðvarsdóttir | 31. mars 2009

  2. Fyrirgefðu, auðitað átti ég að skrifa um hann í karlkyni, en mér er svo tamt að tala og hugsa um hann í kvenkyni af augljósum ástæðum.

    Ummæli eftir arri | 2. apríl 2009

Lokað er fyrir ummæli.