Hrópað yfir hafið

Hugsjón gildir jafnt þótt hún náist ekki.

Sigrún Björk: Voru útrásarvíkingarnir einnig að verja hag fjölskyldunar.

Samkvæmt frétt RUV eru sjálfstæðismenn á Akureyri sáttir við skýringar Sigrúnar Bjarkar vegna tilfærslu eigna eiginmannsins á hana.  Telja þeir hjónakornin vera að verja hag fjölskyldunar.  En voru útrásarvíkingarnir einnig að verja hag fjölskyldunar, þegar margir þeirra færðu í ofboði eignir á maka sína? 

4. maí 2010 | arri | Óflokkað, Stjórnmál, Samfélagsmál | Engin ummæli

Eru fjölmiðlar að bregðast ? Hvar eru Guðlaugur,Illugi, Helgi ofl.

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um framlög til kosningbaráttu Steinunnar Valdísar og hún gerð að einhverskonar holdgerfingi mútugreiðslna, þó svo aðrir standi henni jafnvel framar og aðrir ekki langt að baki.  Þá hefur umræðan einungis verið í kringum Samfylkinguna, þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn sé henni fremri í þessum málum. 

Hvað veldur ?  Tök sjálfstæðismanna á fjölmiðlunum??  Kanski vegna þess að aðrir styrkþegar vilja ekki tjá sig við fjölmiðla.  Ef svo er  þá er að neyða þá til sagna með hörku.  Harðar umfjallanir um þá svo þeir neyðist til að verja sig.  ” let them deny it”

Allt upp á borðið hjá öllum flokkum takk.

29. apríl 2010 | arri | Óflokkað, Stjórnmál, Samfélagsmál | Engin ummæli

Höfuðstöðvar innanalandsflugsins til Akureyrar eða Egilstaða

Nú eru bæði Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur lokaðir.  Í langan tíma hafa reykvíkingar og aðrir landsmenn deilt um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar.  Áður  en lengra er farið vil ég taka það  fram að ég hef ekkert vit á flugsamgöngum eða flugvélum mér bara datt þetta í hug þegar ég var að hlusta á fréttir.

Það er í raun mjög heimskt að hafa 2 af aðalflugvöllum landsins á sama horninu.  Því er það mín hugmynd að leggja Reykjavíkurflugvöll niður í núverandi mynd og byggja í staðin upp höfuðstöðvar innanlandsflugsins á Akureyri eða Egilsstöðum það er að segja á þeim stað sem betri er í ljósi flugöryggis.

Sá flugvöllur yrði um leið byggður upp sem varavöllur í millilandaflugi sem tekið gæti á sómasamlegan hátt á móti því öllu, get ekki séð að hvorugir þessara flugvalla geti það í dag.  ´

Innanlandsfugið fyrir höfuðborgarsvæð yrði fært til Keflavíkur, einfaldleg vegna þess að það er hagkvæmast.  Ef hinsvegar ekki næst sátt um það, þá  byggja lítinn völl nálægt höfuðborginni sem sinnt geti áhugaflugi og innanlandsflugi, en sé ekki fyrir millilandaflug.

23. apríl 2010 | arri | Óflokkað, Samfélagsmál | Engin ummæli

Björgvin búinn að setja þrýsting á “skítuga” þingmenn.

Með ákvörðun sinni hefur Björgvin Sigurðson meðvita eða ómeðvitað sett þrýsting á aðra stjórnmálamenn sem kusk hefur fallið á með útkomu Skýrslunar.  Takk fyrir það Björgvin.

Í kjölfarið hefur Illugi Gunnarsson silgt sömu leið.  Þá vona ég svo sannalega að Þorgerður Katrín og Bjarni Benediktsson í það minnsta fylgi kjölfari Björgvins, og ekki væri óeðlilegt að þau kjöldrægju Árna Johnsen  með sér. 

16. apríl 2010 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli

Má ekki svipta fjárglæfraliðinu vegabréfum sínum?

Almenningur er óþolimóður gagnvart hyskinu sem kom okkur fram á bjargbrúnina. Réttarkerfið segir málin flókin og erfið og það taki tíma að ákæra.  Á meðan eru bankarnir að kom gjaldþrota fyrirtækunum í hendur fyrrum eigenda og afskrifa skuldir einkahlutafélaga sem eigendur skilja eftir með miljarða skuldir en sleppa persónulega sjálfir. Ríkisvaldið segist ekkiert geta gert, sem eflaust er rétt.  ENN!!!  Má ekki svipta þessa aðila vegabréfi þannig að þeim er gert erfiðara að halda áfram iðju sinni.

13. mars 2010 | arri | Óflokkað, Stjórnmál, Samfélagsmál | Engin ummæli

Stullastyrkur; Hve mikilli fylkisaukningu á hann eftir skila sjöllunum?

Stjálfstæðisflokkurinn styrkist í réttu hlutfalli við skítinn sem rennur undan honum. Yfir 30% íslendinga styðja hann. Þrátt fyrir að hafa ekki beðið afsökunar á þeirri stöðu sem þeir komu þjóðinni í. Þótt vafningar, kúlulánaþegar, og almennir glæpamenn sitji á þingi fyrir þá.  Þrátt fyrir að þeir eigi Icesave málið 100%, svo fátt eitt sé nefnt. 

Hvað skyldi þessi gjörningur Stykkishólms- Stulla færa Sjálfstæðisflokknum mikla fylkisaukningu?Íslendingar elska óheiðaleikann og skítlega eðlið.

1. mars 2010 | arri | Óflokkað, Stjórnmál | Engin ummæli